Fyrir hvern vinna alþingismenn ???

Það er einkennilegur þversögn í þankagagni  okkur íslendinga, þegar snjóflóð og allskonar hamfarir eiga sér stað og annað slíkt þá stöndum við órofa saman og reynum öll að gera okkar besta.

En NÚNA, þegar yfir landið dynja einhverjar  mestu efnahagslegu hörmungar sögunnar þér hver höndin upp á móti annari, ríkisstjórnin gerir eintóm axarsköft og á stjórnarandstöðunni sannast að því verr gefast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman.

Í staðin fyrir að snúa bökum saman og reyna að vinna landi og þjóð gagn ,halda þessi pólitísku viðrinis hænsni áfram pexi og rexi um eigið ágæti og hvað auðvelt væri að laga þetta ef bara farið væri eftir þeirra ráðum.

Ég hef nú í seinni tíð efast meir og meir um heilindi þeirra manna sem leggja fyrir sig pólitík,hugsjónamenn í þessum efnum eru ekki til, þetta eru allt tækifærissinnar, og ekki nóg með heldur hver á sinn hátt sem gerir stöðuna flóknari.

Ríkisstjórnin er eins og ráfandi villisauðir hver um annan þveran. Stjórnarandstaðan er annar sauðahópur sem er með ráð undir hverju rifi að eigin áliti, en vill ekki segja okkur, eða öllu heldur getur ekki sagt okkur í hverju þau þau felast. Báðir hóparnir eru í hengjandi vandræðum að halda andlitinu eða réttara sagt grímunni,því ef hún fellur sést ráðleysið eitt.

Ef pólitík snýst fyrst og fremst um það að halda völdum, sem virðits vera að koma berlega í ljós núna á þessum síðustu og verstu tímum, þá er ekki bjart framundan. Væri okkur landsmönnum ekki meiri akkur í því að hænsanhjörðin við Austurvöll stæði saman sem ein heild að lausn þeirra vandamála sem við blasa í dag.

Það virðist ekki vera skoðun þeirra,þar er sama þráttið og tittlingaskíturinn og undanfarna áratugi.

Oft var þörf en nú er nauðsyn, ég sé ekki nema eina leið til þess að ná fram einhverskonar vitrænni stjórn, og það er að leggja þetta eigin hagsmunapotara flokka kerfi niður og taka upp tveggja flokka kerfi, þá verður sá flokkurinn sem er í meirihluta að axla þá ábyrgð sem fylgir því að stjórna,. Þá verður erfiðara að kenna hinum um.

Einnig legg ég svo til að verðtryggingin verði afnumin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband