14.1.2008 | 11:53
Alþjóða frjálsíþróttasambandið!!! ER það samansafn af háflvitum ???
Suður afríski hlauparinn Oscar Pistorius,hefur náð frábærum árangri í hlaupi, síðan hann fékk sérstaka hlaupafætur ú koltrefja efn. Eru þessir fætur þróaðir og framleiddir af stoðtækjaframleiðandanum Össuri.
Oscar fæddist án sperrileggja, og var ákveðið í frumbernsku hans að taka báða fætur af fyrir neðan hné. Hefur hann æft stíft,með það að markmiði að komast á ólypíuleikana í Peking.
Nú haf þessir nefapar sem sitja í alþjóða frjálsíþróttasambandinu, komist að þeirri gáfulegu niðurstöðu að hann hafi of mikið forskot á þá sem hafa báða fætur heila.
Ef þetta er rétt túlkun,má þá búast við því í framtíðinni að alþjóða frjálsíþróttasambandið, verði að enduskoða þessar reglur vegna þess að hlauparar almennt láti taka af sér fæturna til að ná betri árangri í í þróttinni. Það getru varla verið meira mál, en að hætta lífi og limum vegna steranotkunnar í ýmsum greinum íþrótta.
Í yfirlýsingu segir IAAF að gervifæturnir séu skilgreindir sem tæknileg aðstoð og því andstæðir reglum um keppni í frjálsíþróttum. Þess vegna geti Pistorius ekki tekið þátt í mótum, sem haldin eru í samræmi við reglur IAAF.
![]() |
Pistorius fær ekki að keppa á ÓL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2008 | 09:23
Einkavinavæðingin bítur í skottið á sér.
Það fer að verða erfitt fyrir pólitíska ráðamenn að skipa í hinar ýmsu stöður, úr því að þeir hafna faglegri ráðgjöf, og teja sig hafa betra vit á málunum. Öllum sem ekki eru blindaðir af flokkshyggju er löngu ljóst að ráðningar í flest opinber störf eru pólitískar,og öll sem einhver vegur er í.
Það fer heldur ekki framhjá neinum, að faglega er ekki staðið að málum, það hefur vakið undrun margra til hvers þessi nefnd var skipuð , sem fjallaði um skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti núna nýlega. Ég geri mér grein fyrir því að hún er umsagnaraðili um hæfni og menntun þeirra sem sækja um þessar stöður.
Það sem ég furða mig á er hversu dómgreindarlausir þessir nefndarmenn eru,þeir gefa Þorsteini allt að því falleinkun í þessu dæmi, sem er útaf fyrir sig slæmt. En að leyfa sér svo þá svívirðu að efast um úrskurð setts dómsmálaráðherra, sem kemst að þeirri niðurstöðu, að einmitt hann sé hæfastur af þeim sem sóttu um.
Hvað hefur fagleg reynsla þessara manna að segja, gagnvart glöggu innsæi setts dómsmálaráðherra. ÉG BARA SPYR ?
Og eins og allir ættu að vita, lætur hann pólitísk áhrif ekki hafa áhrif á ákvarðanir sínar,þar á bæ er lagt kalt mat á allar staðreyndir, og unnið út frá þeim.
![]() |
Ráðningu orkumálastjóra skotið til umboðsmanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2008 | 21:22
Var bara eitt skip í Japanska hvalveiðiflotanum ?
Ég held að Japparnir hafi verið að leika sér með grænfriðungana,á meðan þeir eltu forystuskipið gátu hin skipin athafnað sig ó ró og næði...
![]() |
Segjast hafa hrakið hvalveiðiskipin af miðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2008 | 11:55
Kom þetta á óvart ?
Við erum búin að fara yfir málið með starfsmönnum bæjarins og bæta verkferla varðandi tilkynningar um svona slys og sinna rannsóknavinnu að auki. Ég tel í rauninni að allt hafi verið gert til að koma í veg fyrir svona lagað aftur.
Miðað við myndir sem birtust af þessum búnaði á sýnum tíma, þurfti ekki að koma á óvart þótt svona færi.
Það er löngu vitað að Klór er stórhættulegt efni,og ber að meðhöndla sem slíkt. En ef þeir eru búnir að gera ALLT sem hægt er, má kannski segja að betra sé seint en aldrei
![]() |
Allt gert til að hindra klórslys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2008 | 21:01
Eru verktakar og húsabraskarar með skipulagsyfirvöld
bæjar og sveitarfélaga í vasanum?
Merkilega oft er það sem búið er að breyta deiliskipulagi og öðru sem fellur vel að hugmyndum verktaka, en er í andstöðu við íbúa viðkomandi svæða.
Eru skipulagsyfirvöld almennt á móti íbúunum í byggðarlögum þeirra ? Ég gat ekki skilið annað á manninum sem rætt var við í sjónvarpinu í kvöld, enn þetta væri hið eðlilegasta mál.
Íbúar hefðu fengið tækifæri til að tjá sig um þetta,en ekki gert og þar með gætu þeir bara (étið það sem úti frýs. ) Mín túlkun á samtalinu sem var stutt en einkenndist af hroka.
Það er kannski ekki von að allur almenningur átti sig á, um hvað málið snýst í raun og veru fyrr en en braskararnir mæta á svæðið,og í ljós kemur hvað á að gera, auglýsing um breytt skipulag ein og sér vekur ekki athygli annara en þeirra sem vita gjörla hvað hún þýðir.
Það er aldrei of seint að mótmæla svona gerræðislegum aðgerðum, því bæjar og sveitarstjórnir ættu að minnast þess að þær sitja í skjóli íbúanna, þetta eru ekki bara atkvæði.
![]() |
Óttast umhverfisslys við Nesstofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)