24.2.2008 | 11:30
HVERJIR ERU EKKI VEGFARENDUR ???
Rakst á smágrein í föstudagsblaði Fréttablaðsins þar sem rætt var við Geir Haarde um endurskoðun á álögum á bensín og dísilolíu.
Hann segir í sambandi við þessa endurskoðun... að sumir vildu lækka þessar álögur til að lækka flutningskostnað en aðrir vildu að vegfarendur borguðu í samræmi við hve illa bílar þeirra færu með vegina.
Ég velti fyrir mér hverjir aðrir þetta eru, ég hefði haldið að útaf fyrir sig séu allir annað hvort vegfarendur eða ekki, Þeir sem ekki eiga bíl eru líka vegfarendur eða hvað ?, og ferðast þá með öðrum...
Íslendingar labba helst ekki nema á einhverjum vélknúnum reimum, það eru bara sérvitringar sem þrjóskast við að fara út að ganga.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2008 | 23:37
Mættu fleiri taka til fyrirmyndar...
![]() |
Þorbergur biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2008 | 09:00
Guð láti gott á vita.!!!
Þorsteinn Már, nýkjörinn formaður stjórnar Glitnis segir. Ekki gerðir frekari starfslokasamningar á meðan hann sitji sem formaður, Því megi viðskiptavinir og hluthafar Glitnis treysta.
Bragð er að þá barnið finnur, loksins finnur Glitnir stjónarformann sem er á móti árangurs tengdum launum nema árangurinn verði sýnilegur.Mér þykkir ekki ósennilegt að þessi banki geti öðlast aðra og betri mynd í huga almenning ef það sem nýji stjórnarformaðurinn er að boða gengur eftir.
Ég er ekki stuðningsmaður hugmyndar hans um að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í svona fyrirtækjum, alla vega ekki fyrr en þau eru búin að sanna sig sem alvöru fyrirtæki, en ekki eitthvert leiktæki misviturrra manna sem þarna komast til valda, eingöngu til að skara eld að eigin köku.
Það fer að minnsta kosti ekki mjög hátt í umræðunni að erlend fjármálafyrirtæki séu að bjóða í þessi " starfsbyrjunar og starfslokasamninga séní ", sem mest hafa sig í frammi hér,burt séð frá verðleikunum.
![]() |
Ekki fleiri starfslokasamninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2008 | 08:17
Hvernig er hægt að gæta hófs í manndrápum.???
...Bæði framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkin hafa hvatt Tyrki til að gæta hófs í aðgerðunum...
![]() |
Tugir hafa fallið í aðgerðum Tyrkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2008 | 11:13
Hvað, eru hafrannsóknarskipin ekki haffær,
Hvað þarf að gera klárt?, hvert er hlutverk þessara skipa, ef ekki að vera tilbúin á svona tíma?.
Þarf ekki að fara að taka leikskólan Hafró til endurskipulagningar, er ekki mál til komið að þessir menn sem þar ráða fari að standa reikningsskil gerða sinna, og sýni fram á með gildum rökum að þeir eigi rétt á að gegna þessum störfum?.
Nei, núna þegar allt er í upplausn með loðnuveiðar, þá ætla þeir að dunda við að gera skipin klár til leitar í næstu viku eða svo. Það er ekki asinn á þeim bænum.
ERU ALLIR FISKIFRÆÐINGAR SEM EKKI STARFA HJÁ HAFRÓ HÁLFVITAR. ?
Margir sem eru menntaðir í þessum fræðum hafa gagnrýnt Hafró harkalega,án þess að reynt hafi verið með haldbærum rökum að reka það til baka. ER Hafró hafin yfir gagnrýni?
Og loksins þegar Bjarni Sæmundsson kemst á miðin á hann að fara í einn vitlausasta leik sem Hafró hefur fundið upp og kallar " togararall ", sem aldrei hefur skilað neinum marktækum árangri...
![]() |
Hafrannsóknarskipin enn í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)