Vangaveltur

Hvernig stendur á því að varðhundar ríkisguðsins eru svona reiðir út í fríkirkjuprestinn?Varla ætti öllum prestaskara landsins að stafa mikil hætta af einum manni,er það kannski vegna þess að þeir standa höllum fæti gegn þeirri gagnrýni sem hann hefur sett fram á ríkiskirkjuna? Ekki veit ég neitt um það en amma mín heitin sagði oft, sannleikanum er hver sárreiðastur. 

Nú á víst að fara að koma Wilson Muuga á flot og ekkert nema gott um það að segja,og þó, ég er ekki hrifin af því að þurfa að taka þátt í kostnaðinum,mér finnst að í þessum efnum ætti þetta að vera alveg á ábyrgð eigenda,það er ekki okkur skattborgurum að kenna að svona fór.Eða eigum við bara að láta sem ekkert sé og vona að það gangi bara betur næst?

Þjóðin þarfnast reynslu og þekkingar hinna eldri segir Geir,hvað er það búið að taka hann mörg ár að komast að því?

Hestur hljóp á hús,knapinn fluttur á sjúkrahús,hvað varð um hestinn?


Hafís yfir landið

úr Fréttum Mbl í dag..Gervihnattarmyndin yfir vestfjörðum sýnir  hvernig hafísinn hefur teygt sig   "yfir" landið


Hvað hef ég nú gert?

Var að skoða mig um í bloggheiminum og sá ástæðu til að hæla síðu sem ég var að skoða,þá var boðið uppá þennan kost svo ég ákvað að láta slag standa og skrá mig hvað sem framhaldið verður í þessu.'Eg hef skoðanir á ýmsum málum og máski viðra ég þær hér en það kemur í ljós,mér sýnist að í þessum bloggheimi sé ekkert heilagt öll mál og málaflokkar tekin fyrir hér og skoðanirnar og álitin í samræmi við það.

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband