14.10.2007 | 18:04
Enginn tími fyrir tölvu eða blogg þessa helgi.
Ekki haft neinn tíma til að blogga,hef verið önnum kafinn á námsskeiði hjá Slysavarnaskóla sjómanna alla helgina,fyrst bóklegu, og síðan mikið og strembið verk úti á sjó,þar sem okkur var kennd meðferð allskonar björgunartækja,ásamt meðferð gúmmíbáta,bjarga mönnum úr sjó,sækja sjúkling yfir í annan bát,og raunar tekið á öllum þeim þáttum sem gætu komið upp á.Mörgum finnst kannski að þetta sé eitthvað sem menn læri með reynslunni,og hún er allra góðra gjalda verð,en það er samt nauðsynlegt að fá þessa fræðslu,þá nýtist bara reynslan ennþá betur og sumt verður maður að læra fyrirfram, og síðan tekur reynslan við þegar maður fer að vita hvernig á gera hlutina rétt.Það er, t.d. ekki sama hvernig ofkældur maður er tekin upp úr vatni,flestir telja aðalatriðið að ná honum sem fyrst á land,en ef ekki er staðið rétt að því gæti hann dáið í höndunum á manni,svona mætti lengi telja það sem betur má fara, og maður heldur að maður viti.
Við vorum með alveg frábæra leiðbeinendur,eins og raunar allt starfsfólk skólans er,þeir gáfu okkur allan þann tíma sem við þurftum og ráku ekkert á eftir,þannig að þrátt fyrir að verklegi þátturinn væri nokkuð erfiður var þetta líka mjög ánægjuleg helgi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)