31.10.2007 | 21:19
Þungur róður.
Hræddur er ég um að það verði þungur róður hjá þessum fimm flutningmönnum um breytingartilögu á lífeyriskjörum sem alþingismenn veittu sér og ráðherrum, að ógleymdum hæstaréttardómurum.
Valgerður verður að muna að hennar menn sátu ekki hjá við afgreiðslu þessa máls,og siðgæðisvitund þeirra hefur fjandakornið ekkert breyst er ég hræddur um.
En þetta er góðra gjalda vert og verður gaman að fylgjast með hvernig umræða um þetta mál verður,nema það verði þagað í hel eins og svo mörg önnur mál sem eru óþægileg.
Það ekki hár siðgæðisstandardinn á þingi þegar þetta forréttinfrumvarp var samþykkt,og hefur lítið hækkað.
Samt er þingmenn gapandi hissa á því að það skuli ekki vera borin meiri virðing fyrir alþingi en raun ber vitni.
![]() |
Vilja afnema sérstök lífeyrisréttindi þingmanna og dómara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 21:00
Hverjir eiga að trúa þessu?
Aldrei frá stofnun félagsins og til dagsins í dag hefur átt sér stað samráð við keppinauta á markaði. Hið sama gildir um aðrar verslanir Haga hf.
Ég kaupi þetta ekki af Bónus þótt ódýrt sé.
Af hverju þessi viðkvæmni?,um leið og farið er að ræða verðlagninguna hjá Bónus er hótað kærum og lögfræðingum.
Það hlýtur að vera eitthvert skúm í hornunum!
![]() |
Segjast aldrei hafa haft samráð við keppinauta á markaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.10.2007 | 14:33
Hver ætli sé meðalaldur Spánverja?
Hryðjuverkamenn í Madrid dæmdir í 40 þúsund ára fangelsi
Hvað eiga svona dómar að segja okkur?
![]() |
Hryðjuverkamenn í Madrid dæmdir í 40 þúsund ára fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 14:23
Hvernig er hægt að græða á þrælasölu?
brjóta lög á fólkinu með því að greiða undir umsömdum töxtum og hafa af því réttindi. Síðan kann hitt líka að vera til í dæminu að starfsmannaleigur greiði meira til starfsmanna en aðrir starfsmenn fá
Nú ég ekki skilja,þykist vita að starfsmannaleigan hirði mismuninn þegar borgað er undir töxtum.
En þegar hún greiðir meira en taxtinn segir til um hvað þá?
Ég hef ekki hugmynd um hvernig svona þrælasala er rekin,en veit fyrir víst að þet6ta er ekki líknarstofnun.
Ef þeir eru að greiða meira en umsamin laun,hlýtur það að vera vegna þess að leigutakinn er að borga meira per haus,en algengt er.
Ef hann getur borgað leigunni hærra verð,af hverju þá ekki að sleppa henni og borga þá bara hærri laun??
![]() |
BSRB í hart við LSH vegna samninga við starfsmannaleigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 10:46
Er þetta aðalskiptimynnt ASÍ í komandi viðræðum??
Áfallasjóður??
Í ljósi reynslunnar,verður að líta svo á að þessi svokallaði áfallatryggingasjóður sem ASí og SA eru að bræða með sér verði einhverskonar skiptimynnt í væntanlegum samningum.
Ef SA fær að vera með puttana í þessu kerfi, eru þeir sjálfsagt tilbúnir að slaka á með einhverjar aðrar kröfur.
þetta er sama taktik og forsvarsmenn almennra launþega hafa beitt undanfarna áratugi,slaka á einhverjum kröfum sem alvöru leiðtogar náðu fram með harðfylgi og verkföllum ,en öfugt við SA ekki náð neinu sem teljandi er í staðinn.
Hvað halda menn að SA sé að gera,með því að vilja vera með í þessum pakka?,ef hinn almenni félagsmaður í verkalýðshreyfingunni heldur að það sé af umhyggju fyrir honum er það skelfilegur miskilningur,það er þvröfugt.
ASí forystan þarf að fara að koma niður úr fílabeinsturninum og sjá með eigin augum hvernig kaupin gerast á eyrinni,það dugir skammt að halda hjartnæmar ræður á tyllidögum.
![]() |
Áfallasjóður áfall fyrir ÖBÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)