Kokhraustir þrælasalar

Mönnum hreinlega ofbýður ósannindin"

Þetta segir Marteinn Másson lögmaður Nordic construction line (NLC)

Hann er ekki einn um það,ég held að felstum hugsandi mönnum ofbjóði hvernig þessar starfmannaleigur starfa,og ósannindin í eigendum þeirra. 

 

En Afl starfsgreinafélag hefur gert alvarlegar athugasemdir við starfsemi  þeirra og GT verktaka,það er ekki langt síðan Arnarfell skar GT verktaka úr snörunni vegna þessara sömu mála,og það er ekki smuga til að fá mig til að trúa því að Afl starfgreinafélag leggi þetta fyrirtæki í einelti.

Ofast er eldur þar sem er reykur.Mér hefur fundist frá því að ég heyrði fyrst um svona starfmannaleigur að það væri hálfgerð ólykt af þessari starfsemi,í flestum tilfellum er verið að níðast á verkamönnunum, og notfæra sér neyð þeirra,þeir eru í flestum tilfellum allsendis ókunnugir starfsemi verkalýðsfélaga og vita ekkert um kaup eða kjör í landinu,hvað þá að þeir eigi einhver réttindi,mér segir svo hugur að starfsmannaleigan hlaupi hratt yfir þá sögu ef hún jafnvel "gleymir" því ekki alveg.

 Hvernig á svo að fjármagna dæmið, sá sem rekur leiguna gerir það ekki af takmarkalausri gæsku sinni, hann ætlar að græða á henni,og gerir það,stjórnvöld hér á landi hafa flotið sofandi að feigðarósi og ekkert gert sem vit er í til að koma böndum á þessa starfsemi sem er ekkert annað en ÞRÆLAHALD klætt í nýjan búning.

Svo má velta því fyrir sér hvað lögreglan gerir í máli þessara átta sem plataðir voru suður í gær þegar búið var að hella í þá víni,ætlar hún að sleppa þeim úr landi eins og nauðgaranum um daginn,eða ætlar hún að kyrrsetja þá sem vitni????????????????

 

 


mbl.is „Mönnum hreinlega ofbýður ósannindin"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband