1.11.2007 | 21:01
Hvort verður sterkara peningarnir eða lögin?
Ekki er ég nú vel heima í völundarhúsi viðskiptanna,en stend samt í þeirri meiningu að ef einhver gerir samning fyrir mína hönd verði hann að hafa samþykki mitt.
Kannski er þetta bara vitleysa í mér?
Stjórn orkuveitunnar hvaðan kemur hún ef borgarráð hefur ekkert af henni að segja?
Geysi Grænu mennirnir segja að samningarnir séu fullgildir enda samþykktir af þar til bærum aðilum,sem mun þá vera stjórn orkuveitunnar.
Þeir segja líka að stjórn orkuveitunar standi að þessum samningi en ekki borgarráð.
Og nú er ég kominn í hring,borgarráð hefur yfir orkuveitunni að segja,en ekki stórn orkuveitunnar samkvæmt fréttinni.
Hvað næst??
![]() |
Geysir Green segir samninga vera fullgilda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2007 | 20:31
Er Svandís að guggna?
Af hverju þarf hún að ræða við lögfræðing núna?,það var ekki að heyra á henni í byrjun þessa máls að hún þyrfti að ráðfæra sig við einn eða neinn.
Bara uppræta spillinguna
![]() |
Svandís: Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi dómsmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2007 | 08:21
Enn eitt dæmið um úræðaleysið:
Æ fleiri sakfelldir útlendingar komast hjá fullnustu refsingar
Af hverju þarf að draga mál vegna ölvunaraskturs og uferðalagabrota svo lengi að menn séu annað hvort farnir úr landi eða komnir undir græna torfu.
Mér finnst að það þurfi ekki að vera að dunda þetta,annað hvort var maðurinn fullur eða ekki,málið dautt.
![]() |
Æ fleiri sakfelldir útlendingar komast hjá fullnustu refsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2007 | 07:27
Litlu verður Vöggur feginn..
Gleðilegt að taka kjötið heim í gegnum tollinn
Segir starfandi landbúnaðaráðherra Guðlaugur Þór um þá ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar,að þeir sem koma til Íslands frá löndum innan Evrópska efnhagssvæðisins,megi taka með sér þrjú kíló af kjötvöru eða öðrum landbúnaðarafurðum tollfrjálst.
Hvernig er með heilbrigiðsvottun á svona vöru ?
![]() |
Gleðilegt að taka kjötið heim í gegnum tollinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2007 | 07:15
Undarlegur útivistarhvati!
Formaður Skotvís: Veiðimenn eru mjög löghlýðinn hópur
Rúpnatíminn að byrja,og skotvargar strax farnir að hæla sér af því hvað þeir séu löghlýðnir,formaður þeirra að vanda undrandi á að allir séu ekki á sama máli.
Það sem hefur undrað mig mest í þessu Rjúpnaveiðiumtali síðustu ára,er þetta ofurkapp sem þessir skotvargar leggja áherslu á hvað þetta sé holl útivist.
Mér þykir útivistar og heilsuátakið komið í vafasaman farveg ef ekki er hægt að stunda það nema drepa eitthvað í leiðinni.
![]() |
Formaður Skotvís: Veiðimenn eru mjög löghlýðinn hópur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)