15.12.2007 | 22:05
Ekki heyrt Femínista tala um þessa valdbeitingu!
Í 24 stundum í gær er fjallað um tæknifrjóvgum, og fjölda þeirra kvenna sem bíða eftir úrlausn sinna mála. Valdbeiting eða hvað?
Það sem vaktu athygli mína og jafnframt vangaveltur, var tilvitnun í lög um tæknifrjóvgun,þar segir að kona sem undirgengst tæknifrjóvgun skuli vera í hjúskap,staðfestri samvist,eða hafi búið í óstaðfestri samvist í þrjú ár eða meira.
Það sem ég er að furða mig á, er af hverju mega einhleypar konur ekki gangast undir þessa aðgerð,þær mega ættleiða börn,en ekki verða ófrískar á þennann hátt og eignast barn ( þá er bara gamla lagið , erfitt að banna það) Kannski er betra að hrekja þær til útlanda í þessum tilgangi?
Og eins og stundum er með fréttir,þá er þær oft þess eðlis að þær vekja upp spurningar sem ætti að vera svar við í fréttinni, Eins og í þessu tilfelli,mér finnst meiri ástæða til að fjalla ítarlega um það af hverju þær mega ekki gangast undir þessa aðgerð,þetta er í sjálfu sér frétt,en hún yrði betri ef sagt væri frá því hvaða embættismannaheimska liggur að baki þessum lögum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2007 | 07:35
Læra ekki af reynslunni! Gerum við það?
Eftirlitsmyndavélar ná myndum af þeim sem aka of hratt og eru þær tengdar gagnabanka með upplýsingum um skráningarnúmer. Sektirnar eru gefnar út sjálfkrafa, og eru að meðaltali upp á um fimm þúsund krónur.
Er þetta ekki að segja okkur að sektirnar eru of lágar?,mér finnst allt benda til þess þar sem tala þeirra sem teknir eru fyrir of hraðan akstur fer hækkandi.
Ég er ekki hrifinn af þessari breytingu hérna,þessi 98 kílómetra regla er arfavitlaus,vil sjá 103 kílómetra viðmiðið aftur.
Hvað sem hraðasektum og boðum og bönnum líður er Það staðreynd að langflestir ökumenn eru að keyra rétt um hundrað kílómetra hraðann,það var léleg lausn að fara út í þessa breytingu og gerir ekkert gagn annað en að tekjur sýslumannembætta aukast,og það eru fleiri argir ökumenn á vegunum en áður!
![]() |
Hraðasektirnar fleiri en ökumennirnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)