Hvaða máli skiptir þörf?

Vilja vísa frá frumvarpi um tilfærslu verkefna innan stjórnarráðs.

Þau Siv og Atli segja, að sú lagasetning, sem í frumvarpinu felist, muni ekki hafa í för með sér þá skilvirkni, hagræðingu og einföldun sem að sé stefnt. Þá sé málsmeðferðin óvönduð og t.d. hafi ekkert samráð verið haft við undirstofnanir og hagsmunaaðila. Loks segja þau, að ekki liggi fyrir greining á annars vegar kostnaði við lagasetninguna og hins vegar þörfinni fyrir hana.

Er það ekki aukaatriði?


mbl.is Vilja vísa frá frumvarpi um tilfærslu verkefna innan stjórnarráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki frekar að leiðrétta starfshætti Tryggingastofnunar?

Sumir fá hærri bætur hjá almannatryggingum eftir skerðingu lífeyrissjóðanna, en ekki strax. Þeir þurfa að leiðrétta tekjuáætlun til að fá rétta útborgun næst, uppgjör þessa árs bíður endurreiknings næsta haust.

Ætli að Tryggingastofnun haldi að það verði auðveldara fyrir þetta fólkað halda jólin í ár?,af því að sumir gætu fengið einhverja leiðréttingu næsta haust.

Þegar þessi opinberu kerfi eru annars vegar veit maður stundu ekki hvort maður á að hlægja eða gráta,vegna heimskulegra reglna og ómanneskjulegrar framkomu viðkomandi stofnana.

Hvar í veröldinni eru þeir menn staddir sem semja svona reglur,og hvað eru  þessir svokölluðu kjörnu fulltrúar okkar að hugsa ( gera þeir það?)  að þeir skuli leggja blessun sína yfir svona dómadags vitleysu og þvælu?

Það er allskonar "Fræðingar"? uppi með kenningar sem engin heil brú er í,Þeir benda endalaust á, með allskonar tölum að öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafi það svo ljómandi gott hér á landi miðað við önnur lönd.

Á meðan þeir hamast við að sanna sitt mál með allskonar tölum ,lepur þetta fólk dauðan úr skel, þrátt fyrir skínandi góðu  afkomu  á á prósentu reiknuðu pappírnunum frá "Fræðingunum".?


mbl.is Gleðileg jól fyrir 29 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband