Alfriða Rúpuna. Hvern ætli Þórunn fái til að telja fyrir sig?

 Hvern ætli Þórunn fái til að telja fyrir sig? ,Samkvæmt nýútgefnu  plaggi frá umhverfisráðherra er ákveðið að rjúpnaveiðitímabilið verði frá 1-30 nóv,þó með þeirri takmörkun að ekki má veiða nema á fimmtudögum,föstudögum,laugardögum,og sunnudögum. Mælist hún til þess við veiðimenn að ekki verði veiddir nema 38 þúsund,en hvernig á að fygjast með því fylgir ekki fréttini.Ef að líkum lætur stendur ekki á magnveiðimönnunum að mæta til leiks og að vanda koma þeir óorði á þá sem vilja fara að reglum.Ég trúi Sigmari H alveg þegar hann segir að alvöru skotveiðimenn virði lögin,en hvað eru margir af þeim sem stunda rjúpnadráp löghlýðnir.Því miður virðist það loða við skotveiðimenn  þegar þeir eru komnir á stúfana að drepa flest sem hreyfist og í færi er,og því miður verða þeir löghlýðnu að fylgja með í þessari gagnrýni,það þarf ekki nema einn gikk í hverja veiðistöð.

Auðvitað á að leggja rjúpnaveiðar alfarið af, við höfum mikið meira en nóg úrval af hverskonar matvælum þótt þeim sé sleppt.

Fyrir svo utan það að það er ekki mikil íþrótt að drepa þessa hænsfugla með haglabyssu,,"ætli rynnu ekki vær grímur á skotveiðimenn ef rjúpan væri með haglara líka"

Ég gef skít á þá klisju skotveiðimanna að þetta sé svo gott uppá útiveru og hreyfingu,ef þeir geta ekki hreyft sig úti öðruvísi en drepa eitthvað um leið þá er eitthvað verulega mikið að heima hjá þeim

Að mati Náttúrufræðistofnunar er áætlaður varpstofn nú um 110.000 fuglar og er það fækkun um 70.000 fugla frá því í fyrra

Ráðuneytið segir, að miðað við fyrri reynslu af rjúpnastofninum í niðursveiflum, muni rjúpum fækka næstu þrjú til fjögur árin og veiðiþol stofnsins minnka að sama skapi. Það sé því ljóst að takmarka þarf rjúpnaveiði enn frekar í ár en gert hafi verið á síðustu árum.


mbl.is Áfram sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höggvið í sama knérunn..

Níu lífeyrissjóðir hafa ákveðið að skerða eða afnema með öllu lífeyrisrétt  á annað þúsnd örorkulífeyrisþega.

Hvað þar liggur að baki, eða hvaða rök viðkomandi sjóðir hafa fyrir þessum gjörningi fylgir ekki fréttinni.

Það er dæmigert á Íslandi þegar draga þarf saman seglin og gæta sparnaðar að byrja á þeim sem lægst hafa launin og standa illa að vígi heilsufarslega eða félagslega,það sannast nú sem endra nær að "Lítið dregur aumann"ef þessi hungurlús sem viðkomandi lífeyrisþegar fá getur bjargað sjóðunum frá gjaldþroti,mætti kannski líka hugsa sér að lækka laun toppanna og jafnvel hagræða aðein rekstrinum.

 


mbl.is ÖBÍ lýsir vonbrigðum með skerðingu örorkulífeyris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjóta fyrst,spyrja svo!!!!!!

Fullyrt var í fréttum Útvarpsins, að samningar um að bandaríski bankinn Goldman Sachs kaupi þriðjungshlut í Geysi Green Energy séu á lokastigi. Geysir Green á umtalsverðan hlut í Hitaveitu Suðurnesja.

Var það ekki eitt af mörgum kosningaloforðum Geirs Haarde að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að tryggja full eignaréttindi Íslendinga yfir  öllum sínum .auðlindum.

Ekki virðist flokksbróðir hans í Reykjanesbæ vita neitt um þetta loforð þar, sem honum er mjög umhugað um að fá erlenda aðila til að kaupa sig inn í Geysir Green Energy,( á hann kannski einhverra persónlegra hagsmuna að gæta??)

Hvernig ætlar Sjáfstæðisflokkurinn að sporna við eignarhlutdeild útlendinga í Íslenskum fyrirtækjum sem eru að braska með þjóðareign,þegar búið er að færa þeim yfirráðaréttin á silfurfati einkavæðingarinnar??

Eru þeir ekki búnir að átta sig á því að með einkavæðingunni hafa þeir enga möguleika l á því að hafa áhrif á það sem einkavinir þeirra eru að gera?

Verður O R það næsta sem verður selt útlendingum? Og áður en misvitrir stjórnmálamenn vita af verða þessi fyrirtæki farin að stjórna þeim eins og hverjum öðrum leikbrúðum.

Kannski eru þeir að sækjast eftir þeirri stöðu því þá geta þeir endanlega losað sig við þessa ímynduðu ábyrgð sem þeir segjast bera á gerðum sínum í þágu lands og þjóðar,fullkomnað sandkassaleikinn og loksins sagt með sanni það var ekki ég,þeir gerðu þetta.


mbl.is Goldman Sachs að kaupa hlut í Geysi Green?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband