18.9.2007 | 17:19
Það gengur ekki að tefja manninn!
Það er að sjálfsögðu algert glapræði að stoppa svona dugnaðarforka
Maðurinn lauk við að afplána árs fangelsisvist í byrjun ágúst en honum tókst að strjúka úr fangelsinu í júní og framdi innbrot og önnur brot á meðan hann gekk
Maðurinn var handtekinn í síðustu viku eftir að hann braust inn í verslun við Síðumúla. Hann er einnig grunaður um innbrot á heimili í Reykjavík ásamt tveimur öðrum mönnum þar sem m.a. var stolið miklu magni af skartgripum og peningum. Þá braust hann tvívegis inn í Fella- og Hólakirkju í júní þegar hann gekk laus.
![]() |
Síbrotamaður í gæsluvarðhaldi fram í nóvember |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2007 | 09:45
Á að loka Kolaportinu fyrir fáein bílastæði????
Á að loka Kolaportinu? Auðvitað ekki,það á að minnka umfang skrifstofubáknsins í tollstjórahúsinu þá lagast strax bílastæðisvandamálin, þjónusta ætti að verða skilvirkari þegar búið verður að moka út nokkrum auka milliliðum,þannig að maður komist fyrr að efninu og þeim erindum sem þurfa að reka á þessum stað.
Það er auðvitað "skelfilegt" að hugsa til þess að á þaki hússins eru 130 bílastæði sem nýtast ekki, allavega finn Þórhalli Árnasyni skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins það,einnig telur hann að væntanlegt bílastæðahús á móti tollstjórahúsinu uppfylli ekki þörf embættisins það svari bara þörfum annara í kring.Getur þetta verið vegna þess að þá þarf Þórhallur að fara yfir götuna í misjöfnum veðrum í stað þess að geta hlaupið úr bílnum og beint niður? Eða er þetta þessi dæmigerði embættismannahroki sem tröllríður ríkisbákninu?Allavega reynir hann ekki að koma með neina haldgóða skýringu á þesari þörf þeirra fyrir sér bílastæði.
Ekki kann ég eða veit skýringu á þessari knýjandi þörf að breyta Kolaportinu í bílastæði,eru borgaryfirvöld bara ekki að kalla yfir sig ennþá meiri kröfur um aukningu bílastæða í miðbænum ef þetta verður að raunveruleika.Það er endalaust stagast á því að einkabílanotkun sé alltof mikil í borginni og almenningssamgöngur að sama skapi ekki notaðar nema af börnum og gamalmennum.Eru ekki líkur á því að minnsta kosti til lengri tíma litið að ef ekki verður bætt við bílastæðum verði menn að fara að nota strætó?Ég er ekki borgarbúi, en þegar ég kem í bæinn er þetta einn af þeim stöðum sem ég heimsæki og veit að ég er ekki einn um það,þetta er ótrúlegur staður, og oftar en ekki rekst maður á fólk þarna sem maður hefur jafnvel ekki séð í áraraðir.Það er gaman að virða fyrir sér mannlífið þarna,og síðan en ekki síst er oft hægt að gera þarna reyfarakaup.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)