2.9.2007 | 21:30
Til hvers að bjarga bílnum.????
Fór upp að Kárahnúkum í dag,ekki í fyrsta skifti og örugglega ekki í það síðasta,ókum við inn með lóninu um 15- 20 km vegalengd,að vísu er hægt að fara lengra en við hefðum þá þurft að fara yfir Á á vaði sem ekki er mikið fyrirtæki í sjálfu sér en þar sem við vorum einbíla og lítil sem engin umferð þarna innfrá var þetta látið duga að sinni.Þarna innfrá var jeppinn sem Ómar Ragnarsson fiskaði upp úr lóninu með dyggri aðstoð Árna Kópssonar,okkur fannst að þeim sem hraus hugur við því að vita bílinn á kafi í lóninu ætti að líða betur núna þar sem hann er kominn á þurrt og búið að ger eyðileggja hann brjóta úr honum allar rúður og berja að utan auk þess sem hann stendur bara á bremsuskálunum en það eru öll dekk farin undan honum.Yfirleitt þegar yfirgefnir bílar verða fyrir skemmdum er unglingum kennt um,ég held að þeir unglingar sem þarna hafa verið að verki hljóti að vera komnir til vits og ára samvæmt fæðingarvottorði, þótt þessar framkvæmdir sýni annað,hef litla trú á því að unglingar séu að á reginfjöllum.Það er annars merkilegt hvað við Íslendingar erum lítið fyrir að virða eigna og umráðarétt meðborgara okkar sama hvort er í löndum eða lausum aurum,tilgangslaus skemmdarfíkn á hlutum og búnaði er ótrúleg,og á það ekkert síður við um dýra hluti en ódýra,tökum sem dæmi, almenningssíma, strætisvagnaskýli,yfirgefna bíla vegna bilunar og fmargt fleira mætti tína til. Hvað þarf að gera til þess að breyta þessari áráttu?Er þetta uppeldinu að kenna?Ekki veit ég neitt um það og er ekki með neina patentlausn á þessu.Mér datt þetta svona í hug þegar ég sá bílinn hans Ómars,kannski bara nöldur í mér,þá það..........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)