23.9.2007 | 12:02
Skerið,enska eða íslenska
Frekar finnst mér hvimleitt þegar sumt fólk er að tala um landið sitt að þá er það í frekar lítilsvirðandi tón t.d. eins og Skerið Klakinn eða eitthvað ámóta frumlegt.
það virðist vera orðin föst málvenja hjá mörgun að tala um Skerið þegar heimalandið á í hlut ,hvað meinar fólk með því?,er það að gefa í skyn að það sé orðið svo forframað í útlöndum að heimkoman sé eins og að reka upp á sker,eða er þetta kannski bara húmor sem ég skil ekki?
Alla vega finnst mér að þeir sem eru bornir og barnsfæddir hér á landi ættu að hafa þann metnað til að bera,að tala með virðingu um landið sitt.
Nýjasta innlegg þeirra sem skammast fyrir að vera íslendingar,er þessi þvæla um að nauðsynlegt sé að taka upp ensku sem vinnumál,og jafnvel til daglegra nota almennt,ef þetta er ákveðin skoðun einhverra að svona skuli þetta vera,ættu þeir að finna sér einhvern útlendan hólma þar sem töluð er enska,og setjast þar að.ATH.Hómi er stærri en Sker
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2007 | 08:41
Til hvers?? Af hverju?
Vél skútunnar hafði bilað og var skútan færð til hafnar á Orkneyjum
en björgunarbátur fór með áhöfn skútunnar til hafnar á Orkneyjum.
Þetta er eitt dæmið um hroðvirknisleg vinnubrögð fréttamanna,það er eins og þeir lesi aldrei yfir það sem þeir eru að skrifa.
Af hverju var áhöfn skútunnar ekki bara áfram um borð þegar skútan var dregin til hafnar þar sem engin hætta var á ferðum?
![]() |
Skútan Syrenka á leið til hafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)