2.10.2008 | 18:03
Var ég ekki búinn að segja ykkur þetta?
Í Fréttablaðinu í gær var kálfur sem kallaðist Markaðurinn, þar var smá klausa sem lét lítið yfir sér en hefði allt eins mátt vera á forsíðu með stríðsletri.
Þar segir að bandaríska fjármálastofnunin Merril Lynch ( blessuð sé minning þeirra) hafi undir lok júlí birt greiningu um íslensku bankana sem fór vægast sagt illa fyrir brjóstið á útrásarliðinu og ekki síður stjórnmálamönnum okkar.
Richard Thomas talsmaður þeirra lýsir þar yfir undrun sinni á aðgerðarleysi stjórnvalda, og taldi helst koma til greina að það væri meðvitað, og hugmyndin sú að þjóðnýta síðan einn eða fleiri banka.
Íslenskir stjórnmálaleiðtogar stóðu á öndinni yfir þessum palladómi greinandans.
En hvaða dóm skyldi sagan fella um hann.
Rennir þetta ekki stoðum undir þá kenningu að það sem skeði um helgina hafi verið löngu ákveðið ?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)