11.4.2008 | 10:48
Borið í bakkafullan lækinn.
...Ökumenn hagi akstri eftir aðstæðum...Það á ekki að þurfa að brýna þetta fyrir ökumönnum,þeir eiga að vita þetta.Það á ekki að þurfa að taka það fram, að við "sérstakar veðurfarslegar aðstæður " ber að sýna ennþá meiri aðgæslu. En gera ökumenn það, til allrar hamingju lang flestir. Innan um eru trassar á lélegum hjólbörðum með vanbúin ökutæki til vetraraksturs, og síðan þessir sem aka með það að leiðarljósi að það kemur ekkert fyrir mig, "ég er svo góður ökumaður".Í því liggur megin hættan, það þarf að stórherða viðurlög við öllum umferðalagabrotum, það er helst sá staðurinn, þar sem við Íslendingar finnum mest til....
...Tekið skal fram að slysið í fyrradag á Reykjanesbraut varð við erfiðar veðurfarslegar aðstæður. Rannsókn málsins er á frumstigi en að svo stöddu bendir ekkert til þess að orsök megi rekja til gáleysislegs aksturslags...
![]() |
Ökumenn hagi akstri eftir aðstæðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)