Er Gissur að rumska??????????

 Ég setti á bloggið í gær smá klausu vegna viðtals við Jóhönnu Sigurðardóttur,þar sem hún meðal annars ræðir um störf Vinnumálastofnunar.Í Blaðinu í dag segir...

 Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, vísar á bug að stofnunin sinni ekki sínu og segir ekki einfalt mál að beita sektarákvæðum. Reynslan hafi sýnt að meirihluti þeirra sem láðst hefur að skrá erlenda starfsmenn sína geri það ekki vegna brotavilja..........

það er nú það, er ekki öllum atvinnurekendum kunnugt um hvað þeir eiga að gera ,liggur svo mikið á að flytja inn" þrælana" (Starfmannaleigur eru nútíma þrælahald) að ekki sé tími til að tilkynna komu þeirra,mér finnst þetta vera afskaplega ódýr og haldlítil afsökun fyrir lögbroti

 „Það er nú fyrst sem einhver reynsla er komin á kerfið okkar og í kjölfarið erum við farin að gera okkur grein fyrir skussunum sem reyna að leika á kerfið og svo hinum sem einfaldlega hefur láðst að tilkynna um starfsmenn sína í tæka tíð. Þess utan eru sektir engin töfralausn því þeim er jafnan mótmælt og slík mál fara oftar en ekki fyrir dómstóla sem er tíma- og fjárfrekt og á meðan breytist ekkert."

Hverju þarf að mótmæla segja ekki lögin að ef ekki sé búið að tilkynna erlenda verkamenn til starfa innan tíu daga megi beita dagsektum allt að 50 þúsund krónum? Ekki er ég nú alveg með það á hreinu hvenær þetta fyrirbrigði sem kallast Vinnumálastofnum var stofnað, en ég er viss um að hinn almenni borgari fengi ekki svona langan tíma til að átta sig á hvað hann á að gera í vinnunni.


mbl.is Sektir vofa yfir 15 fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband