Nýútskrifaður "Óbyggðaökumaður"

Líst ekki sérstaklega vel á þessa hugmynd,hef sjálfur nokkra reynslu af hálendisferðum og átt jeppa um nokkura áratuga skeið og veit af eigin reynslu að það þarf meira en breyttan jeppa til að fara á fjöll,hvernig eiga  menn sem aldrei hafa ekið jeppa nema kannski á malbiki og aldrei yfir vatnsfall nema á brú að meta aðstæður rétt? Margir þaulvanir óbyggðaökumenn hafa komist í" hann krappann" í akstri á jöklum og yfir vatnsföll.Tíu mínútna fyrirlestur getur aldrei komið að neinum hagnýtum notum fyrir óvanan ökumann.Verður þetta ekki bara til að auka Björgunarsveitum erfiði umfram það sem nú er, að ekki sé minnst á slyshættuna.?
mbl.is Brátt hægt að fá leigða breytta jeppa í fjallaferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband