12.9.2007 | 08:56
Skjóta fyrst,spyrja svo!!!!!!
Fullyrt var í fréttum Útvarpsins, að samningar um að bandaríski bankinn Goldman Sachs kaupi þriðjungshlut í Geysi Green Energy séu á lokastigi. Geysir Green á umtalsverðan hlut í Hitaveitu Suðurnesja.
Var það ekki eitt af mörgum kosningaloforðum Geirs Haarde að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að tryggja full eignaréttindi Íslendinga yfir öllum sínum .auðlindum.
Ekki virðist flokksbróðir hans í Reykjanesbæ vita neitt um þetta loforð þar, sem honum er mjög umhugað um að fá erlenda aðila til að kaupa sig inn í Geysir Green Energy,( á hann kannski einhverra persónlegra hagsmuna að gæta??)
Hvernig ætlar Sjáfstæðisflokkurinn að sporna við eignarhlutdeild útlendinga í Íslenskum fyrirtækjum sem eru að braska með þjóðareign,þegar búið er að færa þeim yfirráðaréttin á silfurfati einkavæðingarinnar??
Eru þeir ekki búnir að átta sig á því að með einkavæðingunni hafa þeir enga möguleika l á því að hafa áhrif á það sem einkavinir þeirra eru að gera?
Verður O R það næsta sem verður selt útlendingum? Og áður en misvitrir stjórnmálamenn vita af verða þessi fyrirtæki farin að stjórna þeim eins og hverjum öðrum leikbrúðum.
Kannski eru þeir að sækjast eftir þeirri stöðu því þá geta þeir endanlega losað sig við þessa ímynduðu ábyrgð sem þeir segjast bera á gerðum sínum í þágu lands og þjóðar,fullkomnað sandkassaleikinn og loksins sagt með sanni það var ekki ég,þeir gerðu þetta.
Goldman Sachs að kaupa hlut í Geysi Green? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er persónulegt. Ég trúi því ekki að þeir séu svona illa gefnir.
Villi Asgeirsson, 12.9.2007 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.