Höggvið í sama knérunn..

Níu lífeyrissjóðir hafa ákveðið að skerða eða afnema með öllu lífeyrisrétt  á annað þúsnd örorkulífeyrisþega.

Hvað þar liggur að baki, eða hvaða rök viðkomandi sjóðir hafa fyrir þessum gjörningi fylgir ekki fréttinni.

Það er dæmigert á Íslandi þegar draga þarf saman seglin og gæta sparnaðar að byrja á þeim sem lægst hafa launin og standa illa að vígi heilsufarslega eða félagslega,það sannast nú sem endra nær að "Lítið dregur aumann"ef þessi hungurlús sem viðkomandi lífeyrisþegar fá getur bjargað sjóðunum frá gjaldþroti,mætti kannski líka hugsa sér að lækka laun toppanna og jafnvel hagræða aðein rekstrinum.

 


mbl.is ÖBÍ lýsir vonbrigðum með skerðingu örorkulífeyris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband