14.9.2007 | 07:29
Flýtur sofandi að feigðarósi.....
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir það vera túlkunaratriði hvort kaup Goldman Sachs í GGE stangast á við lögin. Hann tilkynnti á þriðjudag að nefnd verði skipuð til að endurskoða þessi lög.
Er þetta ekki dæmigert fyrir íslenska stjórnsýslu,það eru sett lög og reglur um allan fjandann en þegar á reynir er þetta bara kák því það er aldrei farið alla leið og hnýtt fyrir endann,þar af leiðandi endalaust hægt að fara í kringum þessa hrákasmíð þeirra.
Nú kemur í ljós að lögin um eignaraðild útlendinga að íslenskum orkufyrirtækjum eru meira en handónýt,en að sögn viðskiptaráðherra er það allt í lagi bæði er þetta svo lítið sem bandaríski bankinn er að kaupa og svo er nægur tími til að breyta lögunum.Hefði ekki verið viskulegra á sínum tíma þegar þessi lög voru sett að gera þau þannig úr garði að þau tækju af allan vafa um þessi mál.
Ja ég spyr nú bara.....
![]() |
Útlendingar geta eignast íslenska orku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru íslendingar ekki að éta gullgæsina?
Villi Asgeirsson, 14.9.2007 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.