17.9.2007 | 09:59
Allt í lagi að ýta við Microsoft
Kannski hægja þeir aðeins á sér eftir þessa ádrepu og fara að temja sér að klára forritin áður en þeim er demt á markað,sem þetta fyrirtæki er frægt fyrir.
Það er óumdeilanlegt að makkinn hefur mikið betra notendaviðmót og einfaldari lausnir á ýmsu sem á þarf að halda til daglegs brúks, og er mjög ónæmur fyrir vírusum og öðru sem er landlægt í Microsoft dæminu.Mér er sagt að stór hluti grafískra hönnuða noti makkann,þar hlýtur að liggja eitthvað að baki.
Ýmislegt fleira væri eflaust hægt að tína til,en ég tel mig ekki hafa neina burði í það að fara út í tæknihliðina á þessu dóti,en get bara sagt það að ég byrjaði með makka og átti hann í mörg ár,skipti svo yfir í PC vegna þess að makkamenn voru ekki nógu fljótir að koma með allskonar jaðarbúnað,sem svo oftar en ekki var mun dýrari en hjá PC,og þar stendur hnífurinn í kúnni fólk kaupir frekar PC en makka vegna verðsins.
Úrskurður um brot Microsoft á samkeppnislögum staðfestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.