Ekki mjög traustvekjandi!

Lenti næstum því á Akureyri í stað Ísafjarðar

Ég hélt nú þegar ég sá þessa fyrirsögn að um grín væri að ræða en svo virðist ekki vera,fréttin að vísu eins og við er að búast ekkert nema fyrirsögn,það er eins og blaðamanni finnist ekkert undarlegt við það að flugvél villist á milli landshluta allavega virðist hann ekki hafa  haft fyrir því að afla nánari upplýsinga um þessa "villimennsku".En þetta er ekkert einsdæmi í fréttaflutningi það er sjaldan sem nokkru máli er fylgt eftir þannig að lesendur viti hvar þeir standa og verða þessvegna oftar en ekki að geta í eyðurnar.Aftur á móti er ég ekki viss um að ég hafi áhuga að fljúga með svona áhöfn nema því aðeins að ég hafi nægan tíma..


mbl.is Lenti næstum því á Akureyri í stað Ísafjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Ég einfaldlega útiloka að þessi frétt sé sönn eins og hún er fram sett og gef mér að maðurinn hafi verið fullviss um að sjúklingurinn hafi átt að fara til Akureyrar og því flogið þangað. Háð getur orðið að atvinnurógi.

Snorri Hansson, 19.9.2007 kl. 13:59

2 Smámynd: Aron Smári

Af hverju eru flugmennirnir settir beint í skotsætið þegar svona frétt kemur?? Menn villast ekkert svona. Þegar menn eru að fljúga blindflug eins og í þessu tilfelli þá eru menn á heimild frá flugumferðarstjórn og þeir eru með augun á vélinni allt flugið. Það þýðir að það hefur komið flugplan fyrir þessa vél til Akureyrar en ekki Ísafjarðar, þannig vandamálið hlýtur að lyggja annarsstaðar en hjá flugmönnum vélarinnar því einhverstaðar fá þeir skipanir um hvert á á fljúga..

Ef það hafi verið flugplan til ísafjarðar þá hafi flugumferðar stjórn haft samband við vélina um leið og hún væri komin af áætlaðari flugleið..

Aron Smári, 19.9.2007 kl. 17:57

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Eins og ég benti á í upphafi greinarinnar er það sjaldan sem fréttamenn fylgja eftir frétt,þetta lítur miklu betur út svona fyrir fréttina að segja að þeir hafi villst.Þetta er eitt af mýmörgum dæmum um hvernig ekki á að standa að fréttum..ARI

Ari Guðmar Hallgrímsson, 19.9.2007 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband