Hver fjármagnar "gottið"??

Mikið er skrafað og skeggrætt um" Fáskrúðsfjarðarmálið" svokallaða og ætla ég ekki að efast um eða draga úr því að þetta sé góður árangur hjá löggæslunni.

EN var hún ekki einmitt bara að gera það sem hún er ráðin til?

Er þetta kannski vegna þess að fólki finnst að hún sé knnski ekki altaf að ná svo góðum árangri?

Ég er viss um að margar aðrar starfsstéttir eru að ná prýðilegum árangri í sínum störfum án þess að hlaupið sé upp til handa og fóta til að mæra það.

Ég t.d. sá ekki tilganganginn með fyrsta blamannafundinum sem haldinn var um þetta mál væri annar en sá að sýna toppana í sparifötunum,til hvers að boða blaðamannafund og verjast allra frétta?

Annars finnst mér stærsta málið óleyst hverjir leggja til fjármagnið sem þarf til þessara kaupa,ég er ekki tilbúinn að gleypa það hrátt að þessir smákrimmar sem gómaðir voru séu svo fjáðir að þeir geti staðið í þessum stórinnkaupum,það hljóta að vera mjög fjársterkir aðilar sem standa þarna á bakvið.

Svona kaup fara ekki fram öðruvísi en við staðgreiðslu,og HVER BORGAR?


mbl.is E-töfluduftið dugar í 140 þúsund töflur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Góð pæling, afhverju eru svona mikil læti í kringum eitthvað sem ætti að vera sjálfsagt í starfi lögreglunnar? Frekar ættu að vera læti í kringum heilbrigðisstéttina, læknar bjarga lífum daglega en ekki sé ég minnst á það í blöðunum...

Allavega, "hver borgar"? Held einmitt að þetta sé ekki staðgreitt, þarna eru íslendingar búnir að koma sér í bein sambönd við framleiðanda sem framleiða efnið algjörlega á frumstigi, líkur eru á því að framleiðendurnir viti að ef efnið fer í sölu á íslandi þá verður gróðinn margfalt meiri en nokkurstaðar í heiminum... Hinsvegar EF þetta er staðgreitt að fullu þá er það ekki mikið mál, fíkniefnaheimurinn veltir meiri pening en flest fyrirtæki á íslandi gera ;P

Gunnsteinn Þórisson, 22.9.2007 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband