27.9.2007 | 13:04
Mikið eru Austfirðingar heppnir
Öllu starfsfólki í frystihúsi Eskju sagt upp.
Útlit er fyrir að öll vinnsla leggist af í frystihúsi Eskju á Eskifirði um áramót.
Nú hefði litið illa út fyrir Eskfirðingum ef ekki hefði verið "blessaða álverið",mikið er nú notalegt til þess að hugsa að jafnvel þótt fiskvinnsla leggist af á Austfjörðum eru allir ( á grænni grein )eða er ekki réttara að segja á álgrein,og geta haft það svo makalaust gott,lausir við slorið.
Það er sorglegt til þess að hugsa að fyrirtæki eins og Eskja sem hefur verið meðal stærri útgerða á landinu skuli vera svona komin.
Öllu starfsfólki í frystihúsi Eskju sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.