Ránshendin komin á loft

Unnið að endurskoðun á skattlagningu á ökutæki og eldsneyti.

Það hlaut að koma að því,hvað er eiginlega orðið langt síðan að bifreiðaeigendur fengu að leggja eitthvað smáræði til samfélagsþjónustunnar,ég var farin að hafa áhyggjur yfir því hvað þeir væru eitthvað andlausir og værukærir í Fjármálaráðuneytinu með að finna eitthvað handa okkur að borga.

Sé ekki alveg hvernig það virkar að skattleggja eldsneytið, til að minnka losun á gróðurhúsalofttegundum,þeir vita auðvitað allt um svoleiðis hjá ráðuneytinu,það er alt að því dónaskapur í mér að efast um slík,sé ekki heldur hvernig það eykur hlut vistvænna ökutækja,en þeir eru örugglega líka með það á hreinu.

Ég hélt nú að það væri búið að skattleggja bíla og það sem þeim viðkemur í botn og rúmlega það,ég veit ekki betur en það sé tekin góður skattur af okkur þegar við kaupum nýjan bíl,stutt síðan einhverju endurskilagjaldi var bætt þar við,sem ég er ekki farin að sjá að skili sér aftur til bíleigenda,það er borgaður dágóður skattur af eldsneyti, skattur af öllum varahlutum og þjónustu og svona mætti lengi telja.


mbl.is Unnið að endurskoðun á skattlagningu á ökutæki og eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta GERIST, ef því verður ekki mótmælt.

Með kveðju og þökk til þín,

Jón Valur Jensson, 27.9.2007 kl. 14:46

2 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Enda held ég að umhverfisvernd snúsist að stærstum hluta um peninga, t.d þetta kolefnisjöfnunar kjaftæði það er 100% peningaplokk.

Svo er nú líka um flest allar aðgerðir sem eiga að stuðla að umhverfisvernd, allt snýst um að fólk skal fá aukinn kostnað, hærri skatta af eldsneyti og svo framvegis, en það er aldrei nokkuð talað um að lækka almennings fargjöld, fella niður tolla og gjöld t.d á rafmagnsbílum, fjölga raflestum og hafa jafnvel frí fargjöld í ,ær, nei það má ekki, því það græðir enginn á því.

Því segi ég að umhverfisvernd snýst að stærstum hluta um peninga, ég held að flest fólk sé í raun ekki sama um umhverfið sitt, en fólki svíður að eina lausnin sem kemur fram hjá stjórnvöldum er aukin skattlagning, "sem er nú nóg fyrir" en síðan eru það fólk, eins og ÓRG sem ferðast um og boðar fagnaðarerindið, en getur sjálfur ekki flogið með áætlunarflugi, heldur velur einkaþotur hjá kunningjunum, mest mengandi faramáta sem hægt er að finna.

Anton Þór Harðarson, 29.9.2007 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband