1.10.2007 | 13:26
Neytendur eiga ekki lögvarinn rétt ??????Hvað þá.........?
Er þetta eitt dæmið af hundrað þúsund sem hafa farið fram hjá löggjafanum?
Er nú svo komið að það þurfi sérstök lög til þess að Íslendingar geti verslað á sínu móðurmáli ?
ER ekki löggjafarvaldið hjá alþingi?
Ef þarf sérstaka lagagerð til að þessi réttur sé virkur af hverju í ósköpunum er ekki búið að kippa þessu í liðinn ?
Það er einkennilegt að þetta skuli hafa farið alveg framhjá öllum sem á þingi hafa setið og sitja enn þeir virðast endalaust vera að grafa eftir einhverju sem þeir geti sett um, reglur eða lög.
Nema skýringin sé sú að yfirleitt fer lítið fyrir talsmönnum neytenda á þingi ,og ríkisstjórnir síðustu ára hafa verið mjög sinnulausar um þessi mál, og hafa heldur þrengt að málefnum neytenda ef nokkuð er.
Það hlýtur að vera krafa okkar að þeir sem fást við þjónustustörf geti að minnsta kosti skilið og gert sig skiljsnlega á íslensku.
Þetta er að vísu kærkomin lausn fyrir verslunareigendur sem vilja spara það þarf ekki að greiða þessum útlendingum eins hátt kaup og íslendingum.
Segir það ekki eitthvað um launakjörin ef starfmannavelta er um 100% á ári?
Neytendur eiga ekki lögvarinn rétt á að versla á íslensku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.