2.10.2007 | 08:13
Sá sem kastar fyrsta steininum
Slapp naumlega er bremsurnar biluðu.
Ég ætla að taka það fram að ég þekki þennan pilt ekki neitt,og á engra hagsmuna að gæta.
Þessi fyrirsögn í mbl virðist ætla að kalla fram skoðanir manna í frekar neikvæðum anda.Nú vitum við ekkert um þetta mál nema það sem pilturinn segir.
Eigum við ekki að bíða með að dæma hann þangað til búið er að rannsaka málið?
Ég sé í fljótu bragði ekki hvað gæti vakað fyrir piltinum,nýkomin með próf á nýlegum bíl,tryggingasvik segir einhver,útilokað að bremsur og handbremsa bili í einu segir annar,síðan má búst við að fleiri hafi skoðun á þessu og fer þá ekki að styttast í nýtt Lúkasarmál.
Bloggheimurinn hlýtur að hafa lært eitthvað af því,er ekki ráð að hægja aðeins á sér í dómunum þar til búið er að rannsaka málið,amríska aðferðin dugir ekki hér "skjóta fyrst spyrja svo"
Slapp naumlega er bremsurnar biluðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þekki hann heldur ekki og á ekki hagsmuna að gæta. Trúi ekki að allar bremsur hafi bilað. Ef þetta er nýtt „Lúkasarmál“ þá er liggur það fyrir að það er ekki ökumaðurinn sem er „Helgi“ heldur er það bíllinn, framleiðandi og seljendur hans, sem eru hafðir fyrir þeirri sök að bremsur og þá allar bremsur hafi bilað. Það er grafalvarlegt mál ef slíkir bílar eru í umferð, er það ekki?
Birgir Þór Bragason, 2.10.2007 kl. 09:07
Sammála því, en eins og skrifin fara af stað beinast þau að ökumanninum
Ari Guðmar Hallgrímsson, 2.10.2007 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.