15.10.2007 | 08:22
Hagar vilja hagræða sannleikanum
Í yfirlýsingu frá Finni Árnasyni, forstjóra Haga, kemur fram að vöruþekking og nákvæmni séu ekki nægileg í könnunum ASÍ.
Væri ekki réttara að segja,Finnur Árnason heldur fram?það sem hann er að tala um er bara tittlingaskítur og hártoganir,það er verið að tala um sambærilega vöru, en ekki merkjavöru,epli eru epli hvaða merki sem er á þeim og eins er um aðra vöru sem við erum að kaupa,það væri kannski ekki úr vegi að þessir ágætu menn væru duglegri að upplýsa okkur hvaðan varan er upprunnin,það er ekki öllum sama um það.
Bónus hafi frá árinu 1989 boðið upp á lægsta matvöruverð á Íslandi og óvönduð vinnubrögð ASÍ megi ekki gefa fólki hugmyndir um að það hafi breyst.
Það gengur ekki að ASÍ, segi fólki sannleikan,matvöruverð hefur breyst í öllum verslunum Haga ,og þessi viðkvæmni er að sjálfsöðu vegna þess að þeirra verslanir eru að koma verr út úr könnunum en áður,og verður talsmaður Haga bara að bíta í það súra epli (hvaða verð sem er nú á því) og sætta sig við gagnrýnina,þótt því sé ekki mótmælt að Bónus séu með lágt vöruverð, hlýtur að vera í lagi að bera það saman við verð annarstaðar,ef ekki þá bendir það til þess að hjá Haga sé einhverstaðar óhreint mjöl í pokahorninu.
Verður ASÍ meinað að gera verðkannanir í verslunum Haga á meðan fyrirtækið rekur mál gegn ASÍ fyrir dómstólum vegna sannleiksgildis tilkynninga ASÍ um verðlag.
Ef þetta er það sem koma skal þá líst mér ekki á blikuna,í krafti peningavaldsins skal farið í mál við þá sem dirfast að gagnrýna,ef ekki er hægt að beygja menn með hótunum
Það gæti nú skeð að vinsældir Bónusverslana myndu dala eitthvað ef það á að fara að reka þær á ameríska vísu, á mottó framtíðarinnar hjá Bónus kannski að vera,ef þú ert ekki ánægður skaltu halda kjafti,annars förum við í mál við þig
Hagar munu meina ASÍ að gera verðkannanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.