Hvern er umhverfisráðherra að vernda?

Heyrði í hádegisfréttunum viðtal við forstjóra Iclandic Express,um innanlandsflug,hann vildi meina að málið strandaði hjá samgöngumálaráðhera,þar sem þeir fái engin svör við því hvernig hægt sé að ráða bót á aðstöðuleysinu á Reykjavíkurflugvelli,en eins og flestu mun kunnugt eiga keppinautar þeirra þá aðstöðu ,og eru ekkert endilega útfalir að deila henni með öðrum,og síst þeim eins og gefur að skilja.Hann sagði jafnframt að þeir sæu tækifæri í þessari samkeppni, ef og þegar þeir fengju betri aðstöðu,og að línurnar þyrftu að fara skýrast svo þeir gætu farið að undirbúa næsta sumar.Það er orðin full ástæða til að Smárason Group eða hvað þetta fjandans okur flugfélag heitir í dag fái einhverja samkeppni, heyrði í útvarpinu um daginn viðtal við sveitarstjórann á Vopnafirði,þar sem fram kom að dýrasta fargjaldið Vopnfjörður-Reykjavík væri 38 þúsund krónur ef ég man rétt,þó eru þeir að fljúga þangað á ríkisstyrk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband