3.11.2007 | 08:46
Einhvern tíma var sagt.Áfengi og íþróttir fara ekki saman
Er nú ekki nóg að þingmenn berjist fyrir því að áfengi sé selt í hverri sjoppu?,nei það virðist ekki vera,nú er sótt um áfengissölulseyfi í íþróttahús.
Eru þau ekki líka fyrir börn og unglinga?.
Er þetta liður í því að auka aðsókn að íþróttum eða hvað?
Ætlar íþróttahreyfingin að fara að taka upp gamla slagorðið ?.Alt á sama stað
Valsmenn vilja selja áfengi í hátíðarsal sínum öll kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki vera svona vitlaus og takmarkaður :)
Það er ekki eins og valsmenn séu sjálfir að fara að selja þetta eða drekka. Þarna er veislusalur eins og hver annar veislusalur sem var gerður út á árshátíðir ANNARRA fyrirtækja og stofnanna. Þetta er mjög sniðugt hjá þeim. Það er ekki eins og þetta sé eina íþróttamannvirkið sem er selt áfengi í? Egilshöll, Laugardalshöll, Kaplakriki, HK, o.s.frv... Það er eingöngu verið að sækja um eitt langt leyfi svo það þurfi ekki að sækja um bráðabyrgðarleyfi fyrir hverja einustu veislu :) Sparar tíma og peninga fyrir alla aðila. Það er t.d. veisla á mánudegi (brúðkaup t.d.) og fimmtugsafmæli á miðvikudegi og árshátíð á föstudegi.. Þá þarf að sækja um 3 leyfi.. Þetta er bara til að minnka álag á starfsmönnum :)
Valbjörn Júlíus Þorláksson, 3.11.2007 kl. 10:06
Til hvers er verið að gera íþróttamannvirki með veislusölum,eru þau ekki nógu dýr samt?.Síðan má spyrja hvort það sé ekki að bera í bakkafullan lækinn að bæta við einum salnum enn,í alla þá flóru sem fyrir er.
Ég trúi að minnsta kosti ekki að það sé hörgull á veislusölum í Reykjavík,þrátt fyrir að vera vitlaus og talmarkaður.
Ari Guðmar Hallgrímsson, 3.11.2007 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.