8.11.2007 | 11:35
Hver er að ljúga?Að segja ósatt væri kurteisara, en mér finnst þessir menn ekki sýna okkur neina kurteisi
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,heldur áfram í smjörklípuleiknum á síðunni sinni, og vænir fyrrverandi leikfélaga sína um ósannindi, henni blöskrar alveg hvað framsóknarmenn geta verið ómerkilegir,og finnst að þeir eigi að taka sjáfstæðismenn til fyrirmyndar í guðsótta og góðum siðum?
Nenni ekki að birta alla klausuna úr pistlinum,en hún segir meðal annars þetta þegar hún er að reyna að bera blak af forsætisráðherra.
Það vill svo til að ég og margir aðrir sátu á þessum fundi líka og það eina sem var sagt að iðnaðarráðherra og forsætisráðherra hefði verið kynntur samruninn.
Forsætisráðherra segir.
.Fyrrverandi borgarstjóri sagði mér frá því lauslega í tveggja manna tali að þetta hefði borist í tal. Mér voru ekki sýndir neinir pappírar.
Nú er spurningin sú,ef Björn Ingi er að ljúga,er þá öruggt að Geir sé að segja satt?
Við höfum ekkert nema orð þeirra hvors fyrir sig um þetta mál og þar af leiðandi má efast um hvorn sem er í þessum efnum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.