14.11.2007 | 17:59
Skilur Þórunn ekki, að Íslandspóstur tapar á svona aðgerð..?
Þórunn sagðist hafa spurst fyrir um þessa ákvörðun Íslandspósts og fengið m.a. þau svör, að líklega væri ekki nægileg lagastoð fyrir að dreifa slíkum miðum. Sagði Þórunn, að sín fyrstu viðbrögð hefðu verið undrun yfir því, að lög þurfi að vera fyrir því, að afþakka póst
Leitað leiða til að draga úr blaðaúrgangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég greiði Íslandspósti fyrir þá þjónustu sem ég vill fá frá honum og mig varðar ekkert um hvort Íslandspóstur tapar eða græðir á þessum ruslpósti. Mér finnst það sjálfsögð mannréttindi að ekki sé verið dag eftir dag að fylla hjá mér póstkassann af rusli. Það veldur mér bara vandræðum því ekki má láta þetta með öðru heimilissorpi heldur verður maður að gera sér sérstaka ferð til að koma þessu í endurvinnslu og mér finnst andskoti hart að vera neyddur til að standa í sorphirðu til þess eins að Íslandspóstur græði einhverja peninga og fyrst að lögin banna þetta ekki núna, þá verður bara að setja slík lög. Þórunn er umhverfisráðherra en ekki verndari fyrirtækis sem stundar það að dreifa rusli, þótt það fyrirtæki sé í eigu ríkisins og fáu einhverja peninga fyrir að dreifa þessu rusli.
Jakob Falur Kristinsson, 14.11.2007 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.