23.11.2007 | 09:43
Hvað veldur ekki krabbameini?
Rautt kjöt er óhollt og krabbameinsvaldandi og alveg sérstaklega kjötálegg.
Það er svo komið með hinar vísindalegu rannsóknir, að það fer að verða fljótlegra að telja upp það sem ekki er krabbameinsvaldandi,og skiptir þá litlu hvort um ætt eða óætt er að ræða.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að lifnaðarhættir manna svo og matarvenjur hafa breyst gríðarlega,sérstaklega seinni partinn á síðustu öld.
Fólk borðar meira af allskonar tilbúnum réttum sem er fljótlegt að elda,því tíminn er svo naumur í neysluþjóðfélaginu,um leið er þetta mun óhollari fæða en hefðbundinn matur,svo bætist hreyfingarleysið við og þá fer fólk að safna holdum.
Á meðan vísindamenn og aðrir sérfræðingar geta ekki verið sammála um annað, en vera ósammála, í þessum efnum sem öðrum, þá borða ég mitt rauða kjöt af bestu lyst og þrífst vel af, enda íslenska lambakjötið betra en besta eðal konfekt.
Í lokin vil ég benda á að fólk sem ekki reykir og hefur aldrei,deyr úr lungnakrabba ekki síður en reykingamenn,fólk sem borðar grænmeti og hleypur 100 km á viku eða meira deyr úr hjartasjúkdómum,og svona mætti lengi telja.
Ég held að það séu svo margir samverkandi þættir sem þarna koma við sögu að það verði seint hægt að benda á einn afgerandi sökudólg?
Bannfæra allt rautt kjöt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.