Eru það mistök að gera það sem má EKKI ? Gaf út ólöglegt byggingarleyfi

Byggingarfulltrúi Reykjanesbæjar veitti Fasteignafélaginu Stoðum leyfi til að byggja nýja Húsasmiðjuverslun á Fitjum án þess að bæjarstjórn hefði samþykkt aðalskipulag sem heimilaði byggingu verslunarinnar. Þá hefur skipulagsstofnun enn ekki samþykkt deiliskipulag vegna þessara breytinga, en slíkt samþykki er hinn lagalegi grundvöllur fyrir útgáfu byggingarleyfa.

Framkvæmdir við byggingu verslunarinnar eru þó langt á veg komnar, þrátt fyrir að þær stangist á við lög.

Steinþór Jónsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins, segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. „Byggingarfulltrúinn gefur þarna út byggingarleyfi áður en þetta kemur til samþykktar. Það eru greinileg mistök í embættismannakerfinu. Það liggur fyrir. Það er alltaf miður og það þarf að taka á því. Þetta mál er nú hjá lögfræðingi bæjarins."

Þetta eru engin mistök,byggingafulltrúinn er greinilega ekki starfi sínu vaxinn.


mbl.is Gaf út ólöglegt byggingarleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband