24.11.2007 | 16:34
Konur vinna enn flest húsverkin,kemur það einhverjum á óvart
.
Er það körlum að kenna? eru konur svo kúgaðar að þær geti ekki einu sinni valið sér starfssvið vegna ofríkis karlmanna?
Enginn teljandi munur var á hlutfallinu á Norðurlöndum og annars staðar og segir Knud Knudsen, einn vísindamannanna sem gerði rannsóknina, að þetta sé í samræmi við jafnrétti á atvinnumarkaði, þar sem jöfnuði er hvergi nærri náð. Fáar konur séu t.a.m. prófessorar og verkfræðingar á Norðurlöndum, meðan kvenþjóðin sé nær alráð innan heilbrigðisstétta.
Það eru konur bæði í verkfræðinga og prófessorsstöðum,gætu þær ekki verið fleiri þar ef þær vildu?
Ég held að svona sé þetta með öll störf ef kvenfólk hefur áhuga á þeim þá fara þær í það,það er aukast að konur stjórni allskonar stórum bifreiðum og vinnuvélum,þær eru til sjós, og raunar held ég að það séu konur í flestum starfsgreinum.
Ég held að þessi umræða um kynbundin störf sé ekki síður konum að kenna en körlum,það eru fleiri greinar eftir konur, um að þeim sé mismunað á vinnumarkaði,heldur en greinar eftir karla sem telja konur ekki gjaldgengar nema í sum störf.
Konur vinna enn flest húsverkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.