Ekki sama Jón og séra Jón.

 Í þessu máli má sjá hvernig Vinnumálastofnun starfar,þarna var ekki um  virkjanaverktaka að ræða,með tugi manna í vinnu heldur litla sælgætisverksmiðju með nokkra starfsmenn.

En þarna stóð ekki á Vinnumálastofnun að sýna vald sitt með banni og sektum,þrátt fyrir að viðkomandi fyrirtæki hefði ekki fengið viðunandi upplýsingar þó leitað væri eftir.

Ég hef alltaf haft litla trú á þessu vinnumiðlunarapparati,og ekki eykst hún við þessa frétt 

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirsvarsmann Góu-Lindu sælgætisgerðar til að greiða 200 þúsund króna sekt til ríkissjóðs fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga.Var hann fundinn sekur um að hafa ráðið í vinnu til sín þrjár konur frá Serbíu, á tímabilinu frá byrjun febrúar 2005 til 30. apríl 2006, án þess að tilskilin atvinnuleyfi lægju fyrir og einnig að hafa ekki tilkynnt Útlendingastofnun um að hann hefði fengið útlending í þjónustu sína áður en þær hófu störf.

Einnig hélt fyrirsvarsmaðurinn því fram að umræddar konur hefðu haft öll tilskilin leyfi til að hann mætti ráða þær til vinnu hjá fyrirtæki sínu í febrúar 2005 og hefðu leyfi þeirra gilt til ársloka það ár. Þá taldi hann jafnframt að honum hefði verið heimilt að hafa þær áfram í vinnu á árinu 2006 á meðan vinnsla umsókna um framlengingu leyfa stæði yfir.

 

Einnig var tekið fram að útlendingi með tímabundið atvinnuleyfi hjá ákveðnum atvinnurekanda væri óheimilt að hefja störf hjá öðrum atvinnurekanda. Vildi hann skipta um starf yrði nýi atvinnurekandinn að sækja um atvinnuleyfi til Vinnumálastofnunar og útlendingnum væri óheimilt að hefja störf fyrr en leyfið hefði verið veitt.

Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að maðurinn hefði ekkert gert til að leyna broti sínu, torvelda rannsókn málsins eða draga það á langinn. Nokkuð virðist hins vegar hafa skort á að yfirvöld gættu leiðbeiningarskyldu eða fylgdu málinu eftir með skýrum fyrirmælum til mannsins sem margsinnis leitaði til yfirvalda vegna málsins. Auk þess hefði tekið mjög langan tíma að afgreiða kæru hans á synjun atvinnuleyfa til æðra stjórnvalds, eða um tíu mánuði.


mbl.is Yfirvöld gættu ekki leiðbeiningaskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Promotor Fidei

Helgi Vilhjálmsson í Góu, sem dæmdur var í málinu, er þjóðhetja.

Einfaldur, duglegur og heiðarlegur maður sem byggt hefur upp lítið veldi í svita síns andlits.

Sýnist mér af málinu að hann hafi verið að bjarga konunum þremur, eflaust bláfátækar konur nýkomnar til landsins til þess eins að komst að því að Haukar, handhafi vinnuleyfisins þeirra, höfðu rift ráðningarsamningnum.

Sýnist mér Helgi þarna hafa verið að gera það eina rétta og mannúðlega í slíku máli, þegar lögin eru svo léleg að veita ekki einstaklingnum vinnuleyfið heldur atvinnuveitandanum.

Promotor Fidei, 25.11.2007 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband