Enn eitt dæmið um getuleysi yfirvalda:

 Það er merkilegt að að yfirvöld standi ráðþrota gagnvart ólöglegu húsnæði sem virðist vera að aukast,lög og reglugerðir eru til um þessa hluti,og vandlegar skilgreiningar á notkun húsnæðis til hinna ýmsu nota.

En samt sprettur þetta upp eins og gorkúlur og enginn þykist geta tekið í taumana.

Slökkviliðið getur bent á það hvar svona starfsemi fer fram en það eru valdalaust og getur ekki bannað þetta.

Það eru skipulagsyfirvöld við komandi bæjarfélaga sem geta stoppað þetta ef vilji er fyrir hendi,skilgreindu atvinnuhúsnæði má ekki breyta til annarar notkunnar nema með leyfi,sem oftar en ekki er synjað,þar sem búseta manna inni á slíkum svæðum er óheimil

Ætla yfirvöld að bera ábyrgð á því ef kviknar í svona húsnæði og menn deyja vegna engra eldvarna eða flóttaleiða.

Dæmi er um svona húsnæði innst í verkstæðisbyggingu og eina útgönguleiðin í gegnum verkstæðið,og þarf ekki mikið ímyndunarafl til að geta sér til um hugsanlegar afleiðingar,

 

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði íhuga að skilgreina eitt af gömlu iðnaðarsvæðunum í bænum sem athafnasvæði en á slíkum svæðum er leyfilegt að hafa starfsmannabústaði

 Verði svæðinu breytt opnast farvegur fyrir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að gera kröfur um úrbætur á húsnæði þegar þess er þörf. Það getur slökkviliðið ekki þegar um ólöglegt húsnæði er að ræða


mbl.is Leið til löglegrar búsetu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband