3.12.2007 | 12:56
Þarf alltaf að reikna með annarlegum hvötum?
Bónus gefur 25 milljónir til hjálparstarfs innanlands
Og hvað er í raun hægt að segja um það nema allt gott?
Samt eru einhverjir hér inni á Blogginu sem sjá einhverja annmarka á þessu,svo sem að Bónus sé ekki að gefa neitt ,hann fái þetta allt til baka vegna þess að úttektin er miðuð við Bónusverlsanir.
Aðrir telja að miðað við heisíðuauglýsingar í dagblöðum sem kosti um 700 þúsund krónur,þá sé þetta ódýrt fyrir þá, vegna þeirrar miklu umfjöllunar sem þetta fær í öllum fjölmiðlum.
Mér finnst þetta frábært framtak sem þessi verslun á heiður skilið fyrir,vonandi að takist að úthluta þessu þannig að virkilega þurfandi fá notið þess,það er of mikið af, afætum sem eru tilbúnar hvar sem eitthvað bitastætt rekur á fjörur þeirra.
Ég heyri í fréttum að þriðja hvert barn í Bretlandi fengi ekki nóg að borða,sé lítið af mótmælum bresku stjórnarinnar,um það mál.
Öfugt við það sem hér gerist,hér er neyð þeirra sem verst standa afneitað kröftuglaga,af stjórnvöldum og hugmyndasmiðum þeirra.
Bónus gefur 25 milljónir til hjálparstarfs innanlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nákvæmlega. Þó svo að Bónus fái þetta kannski til baka þá eru þeir samt sem áður að hjálpa tugum eða hundruðum einstaklinga og fjölskyldna sem að á hjálpinni þurfa að halda - það verður sko ekki tekið af þeim. Það er óþarfi að líta alltaf til þess neikvæða, frekar að horfa til þess jákvæða - það eru nú einu sinni að koma jól
Margrét Elín Arnarsdóttir, 3.12.2007 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.