4.12.2007 | 07:32
Gagnast þetta fleirum en hagstjórninni og bönkunum....................Jú
Lífeyrissjóðirnir telja sig komast í mikil vandræði ef verðtrygging verður afnumin,
Sú verðtrygging sem þegar er komin á heldur sér að sjálfsögðu en menn þyrftu að horfast í augu við framtíðina ef engir pappírar eru lengur til á markaði sem eru verðtryggðir. Það breytir aðeins stöðunni.
Segir Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Gidis-lífeyrissjóðs.Sem sagt að hans mati eru þetta slæmar hugmyndir,þá þarf nefnilega að fara að vinna fyrir kaupinu sínu,vera á tánum og fylgjast með penigamarkaðinum.
Hvernig fara aðrar þjóðir að,eftir því sem, ég kemst næst erum við ein örfárra þjóða sem notast við þetta kerfi ,sem í fljótu bragði virðist fyrst og fremst hafa gagnast bönkunum í gegnum tíðina,það hljóta að verða viðbrigði fyrir þá, ef þeir þurfa að fara að taka einhverja áhættu hér innanlands,eins myndi ríkið missa mikilvægt hagstjórnatæki,þar sem verðtryggingin hefur hjálpað þeim að viðhalda óráðsíu og ábyrgaðarleysi.Eg gef ekki mikið fyrir álit dýralæknisins á þessum málum,og nú fer að reyna verulega á stjórnendur lífeyrissjóðanna ef þeir þurfa að fara að fjárfesta á almennum markaði án verðtryggingar.
Mikið álitamál hvort afnema eigi verðtryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.