Er ekki að verða nóg komið af vitleysunni?

Femínistafélagið kærir Vísa-klám

Við byggjum bæði á 210. grein og annarri sem segir að sá sem er þátttakandi í glæp sé jafn sekur og sá sem fremur glæpinn," segir Katrín.

Valitor sér um svokallaða færsluhirðingu fyrir marga erlenda klámvefi, en í því felst að þegar fólk kaupir klám með Visa-korti sér Valitor um innheimtuna. Höskuldi H. Ólafssyni, forstjóra Valitor, var ekki kunnugt um kæruna þegar 24 stundir höfðu samband við hann en sagði fyrirtækið ekki standa í ólöglegri starfsemi eða starfsemi sem stríddi gegn stefnu Visa erlendis.

Ég hef ekkert á móti Femínistum svo lengi sem þeir halda sig við jörðina með málflutning sinn,en svona fíflagangur gengur nú alveg fram af mér,hvað eru konurnar að fara?,hvað meina þær?, skilja þær ekki að þær eru að skaða málstað sinn, og sérstaklega þó þeirra sem hófsamari eru í þeirra hópi.

Þarna er löglegt fyrirtæki að sinna skyldu sinni,geta þær ekki alveg eins sakfellt launagreiðendur almennt fyrir að borga laun,sem einhver notar svo til kaupa á því sem Femínistar kalla vændi og annað slíkt.

Það er erfitt að hafa samúð með málflutningi sem teygir sig langt út fyrir öll vitræn mörk,með það að leiðarljósi að tilgangurinn helgi meðalið.


mbl.is Femínistafélagið kærir Vísa-klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Margrét

Ég er alveg sammála, mér finnst þær endanlega vera að gera útaf við femínisma þessa dagana. Það er ekki hægt að halda því fram að Vísa sé ábyrgt fyrir því hvað fólk notar visakortin sín í!

Anna Margrét, 11.12.2007 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband