Aðskilnað ríkis og kirkju strax.

Nú skal kennsluborðum kristninnar velt og hún gerð brottræk úr helgidómi íslenskra menntastofnana að undirlagi menntamálaráðherra og ríkisstjórnarmeirihlutans," sagði Guðni.

Það er er ekki verið að amast við kristnum gildum,það er verið að amast við þetta markvissa trúboð Þjóðkirkunnar og viðleitni hennar til að gera lítið úr öðrum trúarbrögðum

Á guð að fara út úr þjóðsöngnum?" spurði Guðni m.a,

Það má endalaust deila um þjóðsönginn,en hvað sem hver segir þá er mín skoðun sú að þjóðsöngur eigi að var þannig að allir geti sungið hann,þjóðsöngur á að vera gleiði og baráttusöngur,ekki útfararsálmur

Sagði Björn að það yrði íslensku þjóðinni til varanlegs tjóns ef hætt yrði að leggja rækt við hinn kristna arf eða drægi úr virðingu fyrir kristni og kirkju. Hins vegar væri álitaefni hverju sinni hvernig haga skuli löggjöf sem treysta eigi grunngildi þjóðarinnar hverju sinni.

Virðingin gagnvart kirkjunni hefur verið á hröðu undanhaldi,og eiga ráðamenn hennar stærstan þátt í því, að svo er,með einstrengislegum skoðunum biskups og einhverra presta(alls ekki allir prestar á þeirri línu) Þau gildi sem í heiðri hafa verið hér á landi sem annarsstaðar, mega mín vegna vera kölluð kristin,þótt þessi sömu glidi séu í metum hjá mörgum þjóðum sem ekki teljast kristin þjóðfélög.

Það er hártogun að tala um trúfrelsi á meðan einn trúflokkur er ríkisrekinn.

Og þótt ég sé ekki mesti aðdándi Þorgerðar Katrínar finnst mér hún vera á réttri leið í þessu máli


mbl.is Guðni: Nú skal kennsluborðum kristninnar velt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Þorgerður er nú bara á þessari leið vegna þess að hún er þvinguð til þess vegna dómsins sem féll vegna sambærilegra hluta í Noregi.

Púkinn, 12.12.2007 kl. 16:50

2 Smámynd: Arnþór Guðjón Benediktsson

það á bara að vera þjóðaratkvæðagreiðsla  um málið og svo á ekki vera að rífast meira um það. Ef meirihluti þjóðarinnar sér ekkert að því að kirkjan sé ríkisrekinn, þá er ekkert að því að kirkjan sé sé ríkisrekinn. Og það er trúfrelsi á Íslandi, það er nafninlega enn ókeypis að trúa!

Arnþór Guðjón Benediktsson, 12.12.2007 kl. 17:02

3 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

"það á bara að vera þjóðaratkvæðagreiðsla  um málið og svo á ekki vera að rífast meira um það"

Sammála ...held reyndar að mikill meirihluti landsmanna sé fylgjandi aðskilnaði, eins og kannanir hafa sýnt. 

Ari Björn Sigurðsson, 12.12.2007 kl. 17:12

4 Smámynd: Kári Harðarson

Stefnan er að einkavæða sem flest, á þá ekki líka að einkavæða trúmál?

Ég vil láta kirkjuna fjúka vel áður en t.d. heilsugæslan verður einkavædd. 

Ég held að þetta mál ákveði sig nánast sjálft, að það sé óumflýanlegt framhald á þeirri þróun sem er í gangi.

Kári Harðarson, 13.12.2007 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband