14.12.2007 | 07:16
Undarlegur Sparnaður!!
Metafgangur og aðhald aldrei meira.
Í hverju liggur það aðhald? Fjársvelti heilbrigðisþjónustunnar,lokun deilda,löngum biðlistum og niðurskurði þjónustu.
Er þá til dæmis, ekki möguleiki á því að finna einhverja aura til að halda áfram að vera með lækni á neyðarbílnum,sem á að hætta við vegna sparnaðar?
Er þá ekki hægt að borga rafvirkjum LSH mannsæmandi laun,þarna er um mjög mikla sérhæfingu að ræða og þeim eru greidd lágmarkslaun?
Er þá ekki hægt að klára dæmið með öryrkja og aldraða?
Fjármálaráðherra sagði þennan mikla afgang af fjárlögum 2008 og af fjáraukalögum 2007 vera til merkis um að aldrei hefði fyrr verið ákveðið að beita jafn miklu aðhaldi í ríkisfjármálunum og nú.
Hvað um erlendu skuldirnar?
Af hverju aukast þær?
Heimilsreikningurinn minn lagast ekkert við það að leggja fyrir, og safna skuldum. Gilda aðrar reglur í ríkisfjármálum?
![]() |
Metafgangur og aðhald aldrei meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er hneyksli að heilbrigðiskerfið skuli fjársvelt við þessar aðstæður. Í þessu svokallaða góðæri sem verið hefur undanfarin ár með útúrflóandi ríkiskassa finnst mér glæpsamlegt hjá fjárveitingavaldinu að tryggja ekki snurðulausa heilbrigðisþjónustu og hin mesta hneisa að LSH og heilsugæslan þurfi að fá lyf í reikning hjá birgjum uppá hundruðir milljóna og geta svo ekki borgað frekar en bónbjargarmenn.
Það er eitthvað mikið að forgangsröðun í þjóðfélagi okkar og hinir háu herrar hafa gleymt til hvers ríkið er á annað borð. Öryggi okkar, heilsa og almenn velferð á að koma á undan öllu öðru. Grunnþættirnir mega ekki gleymast vegna einhverra gæluverkefna hingað og þangað. Hvort er mikilvægara, bílademparar eða pumpan í hjartasjúklingum sem bíða eftir aðgerð en fá ekki?
Steini Bjarna, 14.12.2007 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.