Eigum við stjórnarskrárbundinn rétt til að bölva?

Kona, sem dregin var fyrir dóm í Pennsylvaníu fyrir að bölva stífluðu klósetti í sand og ösku, hefur verið sýknuð af ákæru fyrir ósæmilega hegðan. Dómarinn taldi að stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggði konunni málfrelsi.
mbl.is Mátti bölva klósettinu sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini Bjarna

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands:

"73. gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]1)"

Þannig að samkvæmt þessu getum við látið útúr okkur nokkurnveginn það sem okkur sýnist en um leið og vegið er að æru einhvers eða allsherjarreglu þá verðum við jafnframt að standa reikningsskil fyrir dómi og borga jafnvel sekt fyrir ummælin. Það hlýtur að mega bölva dauðum hlutum eins og klósettum í sand og ösku, varla fara þau í meiðyrðamál.


Dr. Gunnar heitinn Thoroddsen skrifaði einmitt doktorsritgerð sína Fjölmæli um þetta efni og er hún afskaplega skemmtilegt og ítarlegt verk.

Steini Bjarna, 14.12.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband