Við hverju bjóst hún?

ER þetta ekki viðverandi vandamál í bandaríkjunum,örkumla hermenn fá einhverjar hundsbætur og geta svo átt sig,þar sem þeir eru orðnir ónothæfir.
mbl.is Slasaðist alvarlega í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Ég tel nú ekki að hún hafi "búist" við neinu sérstöku. Án efa fór hún ekki til Írak til þess að ná sér í stríðsmeiðsli og væntanlega ekki skoðað þau mál hvernig hún yrði meðhöndluð af hernum ef hún myndi lenda í slíku slysi sem hún svo gerði.

 Það versta er að herinn er kanski ekkert sá eini sem fer illa með þá sem lenda í vinnuslysum. Þetta þekkist líka hérna. Fyrirtækin hoppa oftar en ekki til baka með hendur fyrir aftan bak og benda á tryggingarnar í stað þess að sýna starfsfólki smá virðingu og hjálp eftri að hafa slasast við vinnu í þágu fyrirtækissins. 

Stefán Þór Steindórsson, 17.12.2007 kl. 08:04

2 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Við getum litið okkur nær. Lögreglumenn og slökkviliðsmenn eru ekki ofsælir af þeim bótum sem þeir fá ef þeir slasast. Þeir vinna mjög hættuleg störf. Lögreglumennirnir eru stundum lamdir svo að þeir verða öryrkjar eftir.

Ég lít svo á að þjóðfélagið verði að bera ábyrgð á þeirri hættu sem það setur þessa menn í og taka afleiðingunum. Bætur til þeirra verða að vera það ríflegar að þeir séu ekki verr settir fjárhagslega eftir slíkt slys. Þá á ekki aðeins að taka tillit til greiddra launa heldur líka til þeirra verðmæta sem þeir geta skapað á eigin heimili en þurfa ef til vill að kaupa að eftir slíkt slys.

Jón Sigurgeirsson , 17.12.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband