25.12.2007 | 09:31
Er eitthað til, sem er öruggt í þessu landi. nema morð og ofbeldi?
Svona frétt er eiginlega bara skondin,þótt það sé ekki hlægjandi að stríðógnunum sem hrjá þetta land og hafa gert svo lengi sem elstu menn muna.
Ég meina, fyrirsögnin er eiginlega öfugmæli,þarna er hver höndin upp á móti annari,og ættflokka erjur landlægar,sem hljóta að ógna öryggi landsins einar og sér,þar sem margir þessir ættflokkar njóta stuðnings utanaðkomandi afla,og á ég þar við t.d.,Bandaríkjanna,Rússa,Kínverja og annara landa sem telja sig hafa hagsmuni af því að styðja við bakið á einhverjum af þessum smákóngum sem bygggja þetta land.
Tveir menn ógna ekki öryggi lands,ef þeir gera það þá eru þeir með sterkan aðila á bak við sig,sem hlýtur að vera einhver ríkisstjórn sem finnst hagsmunum sínum ógnað.
Flest stríð sem eru í gangi i dag má beint og óbeint rekja til Bandaríkjanna , Rússlands og Kína .Þessi lönd eru með allar klær úti til að halda í hlunnindi,pólitísk áhrif, og annað sem þeim má að gagni verða á þessum átakasvæðum.
Þeim er yfirleitt skítsama um almenning í viðkomandi lödum.
Tveir Bretar handtekir í Afganistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gleðilega hátíð og gæfuríkt nýtt ár
Gunnlaugur B Ólafsson, 25.12.2007 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.