28.12.2007 | 21:41
Bretar öfundsjúkir eins og við.
Framkvæmdastjóri bresku launþegasamtakanna, Brendan Barber, varar við samfélagslegum afleiðingum sem ofur-auðsöfnun á fárra hendur geti haft, segir "gremju krauma" meðal miljóna opinberra starfsmanna vegna launamála.
Þetta virðist vera hliðstæða við það sem er að gerast hér á landi, og hefur verið afgreitt þannig að þeim sem blöskri þetta, gangi ekkert annað til en öfund, það er ódýr lausn fyrir rökþrota menn, að afgreiða þetta á þann hátt.
Nú hefur okkur borist liðsauki, nokkrar miljónir Breta sem eru lika að drepast úr öfund. Þá fer nú að verða spurning með meiri hluta, og minni hluta, á ekki meiri hlutinn yfirleitt síðasta orðið ?
Það virðist vera það mikið af hátekjumönnum á Íslandi að þeir séu tilbúnir að verja þessa ofurlaunuðu, og á meðan stór hópur peningamanna og viðhlægjenda þeirra hefur tögl og halgdir í þjóðfélaginu, er lítil von breytinga.
Kraumandi gremja vegna ofur-ríkidæmis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.