10.1.2008 | 21:59
Tilbúið vandamál. Úrræðaleysi, eða embættismannaleti???
Sanmkvæmt byggingarreglugerð, útgefin í júlí 1998. 11 Kafli. Ýmis ákvæði. Segir svo meðal annars.
Framkvæmdir sem brjóta í bága við skipulag eða eru án leyfis.
209.4 Reynist brunaöryggi ábótavant við lokaúttekt mannvirkis skal byggingafulltrúi, og eftir atvikum heilbrigðisfulltrúi vegna almenns öryggis og hollustu, koma í veg fyrir að húsið verði tekið í notkun fyrr en úr hefur verið bætt.
209.5 Ef þörf krefur er lögreglu skylt að aðstoða byggingafulltrúa og bygginganefnd við þær aðgerðir er að ofan greinir
Ég get ekki lesið annað út úr þessu, en hægt sé að ljúka málinu án þess að vera með allar þessar rannsóknir, og skoðanir á hinu og þessu...
Ef menn brjóta lög þá er bara eitt við þá að gera...
Það er ekki nóg með að þeir sem stunda þessa leigusölu stofni leigjendum sínum í stórhættu, líka slökkviliðsmönnum sem koma á vettvang, sem hafa kannski grun um að fólk búi í húsnæðinu, og fara inn til að ganga úr skugga um það. Einnig er aðgengi að þessu ólöglega húsnæði oft þannig að það er slæmt við góðar aðstæður...
2600 manns í ólöglegum íbúðum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.