Eru verktakar og húsabraskarar með skipulagsyfirvöld

bæjar og sveitarfélaga í vasanum?

Merkilega oft er það sem búið er að breyta deiliskipulagi og öðru sem fellur  vel að hugmyndum verktaka, en er í andstöðu við íbúa viðkomandi svæða.

Eru skipulagsyfirvöld almennt á móti íbúunum  í byggðarlögum þeirra ? Ég gat ekki skilið annað á manninum sem rætt var við í sjónvarpinu í kvöld, enn þetta væri hið eðlilegasta mál.

Íbúar hefðu fengið tækifæri til að tjá sig um þetta,en ekki gert og þar með gætu þeir bara (étið það sem úti frýs. )  Mín túlkun á samtalinu sem var stutt en einkenndist af hroka.

Það er kannski ekki von að allur almenningur átti sig á, um hvað málið snýst í raun og veru fyrr en en braskararnir mæta á svæðið,og í ljós kemur hvað á að gera, auglýsing um breytt skipulag ein og sér vekur ekki athygli annara en þeirra sem vita gjörla hvað hún þýðir.

Það er aldrei of seint að mótmæla svona gerræðislegum aðgerðum, því bæjar og sveitarstjórnir ættu að minnast þess að þær sitja  í skjóli  íbúanna, þetta eru ekki bara atkvæði.


mbl.is Óttast umhverfisslys við Nesstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

rannveiglena@gmail.com 

Búin að skila kveðjunni til bóndans, hann bað að heilsa sömuleiðis

Rannveig Lena Gísladóttir, 12.1.2008 kl. 22:12

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ari. Nóg að gera hjá þér. Vonandi stöðva íbúarnir þessa vitleysu.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.1.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband