föstum tökum áður en í óefni er komið, fram að þessu hefur hún eingöngu verið að vasast í einhverjum tittlingaskít sem engu máli hefur skipt . þarna fær hún mál sem gæti sannað tilverurétt hennar
Ég er ekkert mjög undrandi á þessum tíðindum, þetta er bara ein birtigarmyndin í viðbót á þessu makalausa einkavæðingar kjaftæði. Sú þjónusta sem það opinbera innti af hendi,var ekki alltaf til að hrópa húrra fyrir,en hún var til stórrar fyrirmyndar miðað við það sem nú er eftir að hún var einkavædd. Og þessi hugmynd að fela einkafyrirtæjum heilsufars skráningar getur aldrei gengið upp, og ástæðan er sú að fyrirtæki hér á landi eru stofnuð með það fyrir augum að skila helst hámarks gróða áður en þau byrja starfsemi,og síðan er unnið eftir þeirri reglu að tilgangurinn helgi meðalið, og allt sé leyfilegt ef það skilar hagnaði.
Af mörgum heimskulegum hugdettum til sparnaðar er þessi hugmynd um að einkavæða skráningu heilsufarsupplýsinga sú heimskulegasta sem sett hefur verið fram,það kann að vera að það lagi eitthvað pappíra viðkomandi heilsugæslustofnunar, en á móti kemur að það verður dýrara fyrir kúnnan,og hann getur síður treyst því að þær upplýsingar sem til eru um hann lendi ekki í röngum höndum. Miðlægur gagnagrunnur í eigu einkafyrirtækis getur aldrei talist trúverðugur,og þaðan af síður öruggur.
Það er allt til sölu í einkageiranum fyrir rétt verð.
Aðför að persónuvernd ríkisstarfsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.